Borgarfjörður

HEF veitur sjá um og reka vatns,- og fráveitukerfi í þéttbýlinu á Borgarfirði eystri.

Djúpivogur

HEF veitur sjá um og reka vatns,- og fráveitukerfi á Djúpavogi.

Fljótsdalshérað

HEF veitur sjá um og reka Hitaveitu,- vatnsveitu,- og fráveitukerfi á nokkrum stöðum á Fljótsdalshéraði.

Seyðisfjörður

HEF veitur sjá um og reka vatnsveitu,- og fráveitukerfi í þéttbýlinu í Seyðisfirði. 

Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

12.05.2024

Vogaland, Djúpavogi

Truflanir á umferð um Vogaland.
10.05.2024

Óhætt að drekka vatn við Strandarveg á Seyðisfirði

Uppfært: Lokaniðurstöður staðfesta frumniðurstöður. Ekki er þörf á að sjóða neysluvatn lengur við Strandarveg. Frumiðurstöður úr sýnatöku frá því á miðvikudag sýna að ekki gætir lengur kólígerlamengunar í vatni við Strandarveg. Því er óhætt fyrir öll að drekka vatnið og ekki þörf á því að sjóða neysluvatn. Endanlegar niðurstöður berast eftir helgi.
06.05.2024

Mengun fer minnkandi við Strandarveg, viðkvæmir hvattir til að sjóða áfram neysluvatn

Sýni sem tekin voru á fimmtudaginn 2. maí sl. við Strandaveg á Seyðisfirði sýna að örverumengun í neysluvatninu fer minnkandi. Fjöldi kólígerla í sýnunum var innan við 20 í 100 ml og því er ekki talið nauðsynlegt að sjóða vatnið fyrir neyslu. Engir e.coli gerlar greindust í sýnunum. Viðkvæmir neytendur, eru hins vegar hvattir til að sjóða neysluvatn í varúðarskyni. Til viðkvæmra notenda teljast, börn undir 5 ára aldri, fólk með viðkvæmt ónæmiskerfi, eldra fólk, barnshafandi konur og fólk með fæðuofnæmi eða fæðuóþol.
02.05.2024

Vinna við ljósleiðara í Skriðdal.

Vegna vinnu við tengingu á nýjum ljósleiðara við Gilsá verða truflanir á netsambandi í Skriðdal miðvikudaginn 8. maí. Gert er ráð fyrir að vinnan taki allan daginn en hver notandi getur búist við u.þ.b. 30 mínútna rofi á netsambandi.

Nýtum heita vatnið vel

Góð ráð fyrir húseigendur

Hitastigið innanhúss ræður að sjálfsögðu miklu um orkunotkunina.  Ef hitakerfið er ekki í jafnvægi fer mikið af heitu vatni til spillis og nýting ofnakerfisins verður ekki eins góð og hún gæti verið.  Einnig er mikilvægt að huga að stillingum á snjóbræðslukerfum og heitum pottum

Lesa meira

Þjónusturof

Góð ráð til húseiganda

Komi til þjónusturofs vegna bilana eða viðhalds lagna er gott að hafa vissa hluti í huga til að koma í veg fyrir tjón þegar hleypt er aftur á kerfið

Lesa meira